Álfasteinssund er staðsett í Hraunborgum á Suðurlandi.  Aðalhúsið er um 65 fermetrar. Á neðri hæð eru tvö hjónaherbergi, eitt herbergi með kojum. Stórt rými sem er stofa, borðstofa og eldhús. Baðherbergi með WC og  sturtu. Svefnaðstaðaer fyrir sex á neðri hæð og fjóra á millilofti. Sængur og koddar eru fyrir 10 manns. Dvalargestir skaffa sjálfir sængurfatnað eftir því sem við á, borðtuskur, viskustykki og klósettpappír.

Í húsinu er sjónvarp, DVD spilari með magnara, Digital Ísland myndlykill, gasgrill, lítið útvarpsviðtæki, örbylgjuofn, uppþvottavél og þvottavél. Ferðabarnarúm og barnastóll (hár). Þvottaefni fyrir uppþvottavél, þvottavél, gólfþvott/leirtau og klór fyrir pott eiga að vera til staðar í bústaðnum ásamt ruslapokum.

Útihúsið er um 11 fermetrar. Þar er baðherbergi með WC og sturtu. Þarna er góð bað og búningsaðstaða þegar farið er í heita pottinn. Lítil innrétting með vaski og þvottavél er einnig til staðar.

Athugið!
Dvalargestir skaffa sjálfir sængurfatnað(sængur fyrir 10) borðtuskur og viskustykki og klósettpappír. Internet tenging er ekki til staðar. Sæmilega gott 3G samband er á staðnum. Stutt er í alla þjónustu. Í þessu skipulagða sumarbústaðahverfi er (sundlaug, verslun á sumartíma)minigolfvöllur, 9 holu golvöllur og 18 holu golfvöllur í Kiðjabergi. Nánasta umhverfi býður einnig upp á mikla fjölbreytni og sundlaug að Minni Borg sem er ca. 5km fjarlægð. Golfvöll í nágrenni í landi Minni Borgar. Óheimilt er að vera með hunda eða önnur gæludýr í húsinu!

Bóka Álfasteinssund

This slideshow requires JavaScript.