Stjórnendafélag Suðurnesja á orlofshús að Álfasteinssund 20, í Hraunborgum í
Grímsnesi. Aðalhúsið er um 65 fermetrar. Í húsinu eru tvö hjónaherbergi og eitt
herbergi með kojum, svefnloft með fjórum rúmum, stofa, eldhús, bað, auk útihúss.
Svefnpláss er fyrir allt að 10 manns.

Orlofahúsinu fylgir Sjónvarp Símans Premíum og frítt þráðlaust Internet. Á staðnum
er gasgrill, barnastóll, barnarúm, uppþvottavél, þvottavél, Snjall-sjónvarp, útvarp,
borðbúnaður fyrir 10 manns, kaffivél, eldavél, ofn, örbylgjuofn, ísskápur og brauðrist.
Auk þess er mjög góð verönd með garðhúsgögnum við húsið og heitur pottur.
Útihúsið er um 11 fermetrar. Þar er baðherbergi með WC og sturtu. Þarna er góð bað-
og búningsaðstaða þegar farið er í heita pottinn. Lítil innrétting með vaski og
þvottavél er einnig til staðar.

Í Hraunborgum er sundlaug, verslun á sumartíma, mini-golfvöllur, 9 holu golfvöllur
og 18 holu golfvöllur er í Kiðjabergi. Nánasta umhverfi býður einnig upp á mikla
fjölbreytni, verslun og sundlaug eru að Minni Borg sem er ca. 5 km fjarlægð.
Golfvöllur er í landi Minni Borgar.

Athugið!
Dvalargestir koma sjálfir með borðtuskur og viskustykki og sængurfatnað, en sængur
fyrir 10 manns eru á staðnum. Óheimilt er að vera með hunda eða önnur gæludýr í
húsinu.

Bóka Álfasteinssund

This slideshow requires JavaScript.