Stjórnendafélag Suðurnesja á raðhús í Furulundi 13b á Akureyri.  Íbúðin er á einni hæð og um 100 fermetrar. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi, stofa, eldhús og bað. Svefnaðstaða er fyrir allt að 10 manns. Tvö bílastæði er staðsett fyrir framan húsið.

Íbúðinni fylgir Sjónvarp, DVD spilari, gasgrill, útvarp með geislaspialra, þvottavél, straujárn og strauborð. Auk þess er mjög góð verönd við húsið.

Athugið!
Dvalargestir skaffa sjálfir sængurfatnað (sængur fyrir 10 manns eru á staðnum) borðtuskur og viskustykki. Enginn sími er í húsinu og internettenging er ekki til staðar.  Óheimilt er að vera með hunda eða önnur gæludýr í húsinu.

Bóka Furulund

This slideshow requires JavaScript.