Tilgangur Styrktarsjóðs:

Meginverkefni Styrktarsjóðs er að greiða styrki vegna fyrirbyggjandi heilsueflingar. Sjóðurinn er eingöngu fjármagnaður með framlagi Stjórnandafélags Suðurnesja sem greiðir upphæð sem nemur 5% af félags-gjaldi félagsmanna í Styrktarsjóðinn. Þar sem fjármagn sjóðsins er takmarkað verður einnig að takmarka til hvaða málaflokka er greitt hverju sinni. Úthlutunarreglur verða alltaf í stöðugri endurskoðun, til þess að hægt sé að sinna meginverkefnum sjóðsins.

Reglur Styrktarsjóðs Stjórnendafélags Suðurnesja

1 gr. Inngangur

Greiddur er styrkur til félagsmanna til heilsueflingar samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins.

2. gr. Úthlutun og greiðslufyrirkomulag

Sjóðurinn endurgreiðir að hámarki kr. 18.000 á hverju 12 mánaða tímabili vegna líkamsræktar/heilsueflingar, samanber liði a. og b.:

Greitt er fyrir árskort í viðurkenndar líkamsræktarstöðvar, sundstöðvar og golfkort:

a. Árskort að verðmæti allt að kr. 35.000 greiðist 50% styrkur eða hámark kr. 9.000.

b. Árskort að verðmæti kr. 36.000 eða hærra greiðist 100% styrkur eða hámark kr. 18.000.

Sjóðurinn veitir ekki styrki vegna kaupa á gatakortum.

3. gr  Hvernig sæki ég um hjá sjóðnum?

Umsókn um styrk skal gerð á til þess gerðum umsóknareyðublöðum umsóknir um styrki úr sjóðnum eru í rafrænu formi á vefnum: http://www.stjornsud.is  Umsókn skal skilað til skrifstofu Stjórnendafélags Suðurnesja, að Hafnargötu 15, 230 Reykjanesbæ, eða á póstfang félagsins: stjornsud@stjornsud.is, ásamt tilskyldum gögnum.

4. gr Gögn sem þurfa að fylgja umsókn

• Frumrit af dagsettri kvittun þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda og upphæðin sem greiddvar.

• Kvittanir skulu ætíð vera með stimpli og kennitölu þjónustuaðila, skal fylgja frumrit reiknings, sem ber með sér tímasetningu, nafn og kennitölu umsækjanda. 

5. gr Afgreiðsla styrkja

Umsókn skal hafa borist skrifstofu sjóðsins eða hafa verið póstlögð áður en 6 mánuðir eru liðnir frá því að réttur til greiðslu stofnaðist. Umsókn skal skilað inn fyrir 15. hvers mánaðar. Að jafnaði er þá greitt út síðasta dag hvers mánaðar eða næsta virka dag á eftir.

Þegar styrk umsókn hefur verið samþykkt er styrkur greiddur inn á reikning félagsmanns um mánaðarmót eða fyrst virka dag á eftir.

Gott að vita: Réttur sjóðfélaga er bundinn við aðild að sjóðnum líkt og reglur sjóðsins kveða á um. (Skila þarf umsóknareyðublaði ásamt frumriti reiknings þar sem fram kemur nafn og kennitala umsækjanda, dagsetningar og upphæð). Starfsmenn sjóðsins hafa heimild til að endursenda umsóknir ef gögn fullnægja ekki reglum sjóðstjórnar.


Hafa samband:Hægt er að hringja og fá nánari upplýsingar um starfsemi sjóðsins í síma 421-2877 eða senda inn fyrirspurn í tölvupósti á netfangið: stjornsud@stjornsud.is


Allar umsóknir eru trúnaðarmál
Félagsmönnum er bent á að skoða vel reglur sjóðsins


Samþykkt á fundi stjórnar félagsins, þann 19. apríl 2021 og gildir frá 1. maí 2021