Félagsmönnum Stjórnendafélags Suðurnesja stendur til boða að leigja orlofshús félagsins, en þau eru staðsett á eftirfarandi stöðum:

Furulundur 13b, á Akureyri
Álfasteinssund 20, í Hraunborgum í Grímsnesi
Öldubyggð 5, í landi Svínavatns í Grímsnesi

Nánari upplýsingar um orlofshúsin er að finna á orlofsvef STF en þar gefst félagsmönnum einnig kostur á að leigja orlofshús annarra aðildarfélaga STF. Þeir félagar sem ekki hafa rafræn skilríki geta sótt um orlofshús Stjórnendafélags Suðurnesja hér.

Úthlutun orlofshúss er miðuð við einnar vikudvöl, frá föstudegi til föstudags og skulu húsin vera laus kl.13:00 á brottfarardegi. Orlofstímabilið er frá 1. júní til 31. ágúst og á það við um öll húsin.

Verð fyrir hverja viku er 25.000 kr.

Úthlutun fer fram í byrjun maí. Staðfesting úthlutunar verður send á félagsmenn með tölvupósti. Lausar vikur verða settar inn á orlofsvef STF eftir 20. maí. Úthlutað er eftir punktakerfi en hægt er að skoða punktastöðu með því að skrá sig inn á orlofsvefinn og fara í Síðan mín og Mínar upplýsingar.

Orlofsnefnd Stjórnendafélags Suðurnesja

Kári Viðar Rúnarsson, sími: 660-6248 , formaður

Sigurður R Magnússon, sími: 660-8167, meðstjórnandi
Þórmar Viggósson, sími: 660-6250, meðstjórnandi