Verkstjórafélag Suðurnesja var formlega stofnað, þann 12. janúar 1950. Félagið fagnaði því 70 ára afmæli árið 2020.

Stofnendur félagsins voru 14 verkstjórar úr Vogum, Grindavík, Keflavík, Höfnum og Garði. Strax á stofnfundinum var sótt um aðild að Verkstjórasambandi Íslands.

Árið 1976 opnaði félagi skrifstofu í samvinnu við Stangveiðifélag Suðurnesja að Hafnargötu 26, en félögin fluttu síðan starfsemina í hús Sparisjóðsins að Suðurgötu 4, árið 1980. Í dag er félagið í eigin húsnæði að Hafnargötu 15 í Keflavík og á þar einnig sal ásamt Stangveiðifélaginu.

Árið 2018 var nafni félagsins breytt í Stjórnendafélag Suðurnesja, en þá var nafni Verkstjórasambandsins breytt í Samband stjórnendafélaga. Í ársbyrjun 2020 voru félagsmenn um 450. Konur eru fjórðungur félagsmanna.