Stjórnendafélag Suðurnesja er stéttarfélag fyrir þá sem eru í stjórnunarstöðum í fyrirtækjum og einyrkja í sjálfstæðri atvinnustarfsemi.

Félagið leggur áherslu á að vera öflugt stéttarfélag fyrir Suðurnesjamenn, með höfuðstöðvar á svæðinu.

Á heimasíðu félagsins má finna allar helstu upplýsingar um Stjórnendafélag Suðurnesja og helstu sjóði, þar á meðal:

Styrktarsjóð, Sjúkrasjóð, Menntunarsjóð og Orlofsvefinn Frímann

Félagið greiðir allt að 18.000 kr. heilsustyrk til félagsmanna sinna á hverju 12 mánaða tímabili.
Þar er regluleg ástundun í golf, sund og líkamsræktarstöðvar styrkhæf.

Senda skal umsókn ásamt frumriti reiknings á skrifstofu félagsins, eða póstfangið: stjornsud@stjornsud.is

Sjúkrasjóður STF greiðir til félagsmanna, ýmsa endurhæfingar- og forvarnarstyrki, m.a.: Sjúkradagpeninga og sjúkraþjálfun, gleraugna, laser augn aðgerða og heyrnatækja, sálfræðing, félagsráðgjafa og heilsudvalar, fæðingarstyrk, ættleiðingar, glasa- og tæknifrjóvgunar, heilsufarsskoðana, hjartavernd, krabbameinsleit og dánar bætur. Senda skal umsókn ásamt frumriti reiknings á skrifstofu STF.

Félagar í Stjórnendafélagi Suðurnesja og STF greiða ekki í verkfallssjóð.

Menntunarsjóður STF greiðir fjölbreytta tómstundastyrki í námskeiðsformi með leiðbeinanda, lífstíls- eða tómstundatengda.

Stjórnendanám STF og SA, hjá Háskólanum á Akureyri, sem félagsmönnum býðst, er frábært tækifæri fyrir stjórnendur, sem eru félagsmenn Stjórnendafélags Suðurnesja, til að auka hæfni sína í síbreytilegu innviði og umhverfi fyrirtækja.

Félagið á þrjú orlofshús, til afnota fyrir félagsmenn. Félagsmenn hafa einnig afnot af fjölmörgum orlofshúsum annarra félaga í STF. Á orlofsvefnum Frímann má finna íbúðir og sumarbústaði til útleigu fyrir félagsmenn aðildarfélaganna. Auk þess eiga félagsmenn kost á margvíslegum afsláttum frá fyrirtækjum í gegnum vef Frímanns.