Hér getur þú nálgast upplýsingar um styrki og nálgast umsóknarform á Mínum síðum.
Félagsmenn geta sótt um styrki úr starfsmenntunarsjóði, kynntu þér hvað er í boð.
Stjórnendafélag Suðurnesja eiga 3 orlofshús ásamt 23 húsum sem STF sem við höfum aðgang að
Stofnfundur sameinaðs stjórnendafélags er hafinn
Orlofshús
Félagsmenn
Ára reynsla
"Ég valdi stjórnendafélagið vegna þess
að það er faglegt og öflugt stéttarfélag. Það er til staðar fyrir mig þegar ég þarf á að halda. "
" Persónuleg þjónusta og auðvelt aðgengi að starfsfólki. Sjúkrasjóðurinn er einn sá sterkasti á landinu. "
"Ég valdi stjórnendafélagið vegna þess að þar fæ ég aðgang að góðum orlofshúsum. Ég fæ líka ýmiskonar heilsutengda styrki sem skiptir mig miklu máli. "
Verkstjórafélag Suðurnesja var formlega stofnað, þann 12. janúar 1950. Félagið fagnaði því 70 ára afmæli árið 2020.
Stofnendur félagsins voru 14 verkstjórar úr Vogum, Grindavík, Keflavík, Höfnum og Garði. Strax á stofnfundinum var sótt um aðild að Verkstjórasambandi Íslands. Árið 1976 opnaði félagi skrifstofu í samvinnu við Stangveiðifélag Suðurnesja að Hafnargötu 26, en félögin fluttu síðan starfsemina í hús Sparisjóðsins að Suðurgötu 4, árið 1980. Í dag er félagið í eigin húsnæði að Hafnargötu 15 í Keflavík.
Árið 2018 var nafni félagsins breytt í Stjórnendafélag Suðurnesja, en þá var nafni Verkstjórasambandsins breytt í Samband stjórnendafélaga.
Skrifstofa Stjórnendafélags Suðurnesja er staðsett á Hafnargötu 15, Reykjanesbæ. Skrifstofan hefur ekki reglulegan opnunartíma en hægt er að senda tölvupóst á stjornsud@stjornsud.is
Skrifstofa Sambands stjórnendafélaga er opin frá 8-16 alla virka daga. Sambandið er staðsett í Hlíðarsmára 8, 201 Kópavogi. Hafa má samband í síma 553-5040 eða í gegnum netfangið stf@stf.is
Varaformaður
Varagjaldkerfi
Vararitari