Logo

Fréttir af félaginu

Hér getur þú nálgast nýjustu fréttir af frá okkur og STF

26 Mar, 2024
Aðalfundur Stjórnendafélags Suðurnesja  Verður haldrinn fimmtudaginn 11. apríl 2024, kl 18:00 Staðsetning: Í fundarsal Hótel Keflavík, Vatnsnesvegi 12-14, 230 Keflavík Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Kosning í stjórn og nefndir Kosning um sameiningu Önnur mál
14 Mar, 2024
13 Mar, 2024
Kæru félagar. Umsóknir fyrir sumarúthlutun orlofshúsa Stjórnendafélags Suðurnesja, hefst þann 28. febrúar og stendur til 11. mars. Á þeim tíma er hægt að sækja um orlofshúsin okkar, að Furulundi 13b á Akureyri, Álfsteinssundi 20 í Hraunborgum í Grímsnesi og Öldubyggð 5 við Svínavatn í Grímsnesi. Sumarleiga orlofshúsa er frá miðvikudegi, kl. 16:00 til miðvikudags, kl. 12:00, á tímabilinu 29. maí til 11. september 2024. Verð fyrir hverja viku er kr. 34.000. Sótt er um á Orlofsvefnum Frímann og þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Farið er eftir punktum umsækjenda við úthlutun. https://www.orlof.is/vssi/site/apply/apply.php Tölvupóstur verður sendur til allra umsækjenda að úthlutun lokinni. Þeir sem fá úthlutað orlofshúsi, fá póst með greiðsluupplýsingum. Greiðslufrestur er til 13. mars. Þeir sem ekki fá úthlutað, fá tækifæri til að sækja um lausar vikur, á tímabilinu 14. mars – 18. mars. Greiða skal fyrir seinni úthlutun fyrir 19. mars. Þann 19. mars verða allar óseldar og ógreiddar vikur í sumar, settar í opna sölu inn á Orlofsvefinn Frímann og geta þá allir félagar í öllum aðildarfélögunum sótt um orlofshús og þá gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. f.h. Stjórnendafélags Suðurnesja Þórmar Viggósson varaformaður
20 Mar, 2023
Aðalfundur Stjórnendafélags Suðurnesja
15 Mar, 2023
Félagsfólki aðildarfélaga STF, gefst kostur á að kaupa ferðaávísun til þess að lækka verð á valinni gistingu. Á mínum síðum er hægt að sjá hvernig ferðaávísun er notuð og framboð gistingar. Með ferðaávísun er hægt að fá allt að 20% niðurgreiðslu til viðbótar á ferðaávísunarverðinu, af hverri pöntun á gistingu. Heildarniðurgreiðsla á hvern félagsmann verður að hámarki samtals kr. 20.000 á hverju almanaksári. Tekinn verður 1 punktur fyrir hverja 1000 kr. niðurgreiðslu. Ferðaávísun er hægt að nýta hjá Útivist, Ferðafélagi Íslands og Fjallaferðum. Auk niðurgreiðslu fær félagsfólk afslátt af ferðum þessara fyrirtækja. Á vef ferðaávísunar undir valmynd í vinstra horni eru allar upplýsingar um ferðir sem nú þegar standa til boða árið 2023 Félagsfólk sækir ferðaávísun og pantar í gönguferðir í gegnum mínar síður.
By Hleidar Gislason 01 Mar, 2023
Kæru félagar. Umsóknir fyrir sumarúthlutn orlofshúsa Stjórnendafélags Suðurnesja, hefst 15. mars og stendur til 28. mars. Á þeim tíma er hægt að sækja um orlofshúsin okkar, að Furulundi 13b á Akureyri, Álfasteinssundi 20 í Hraunborgum í Grímsnesi og Öldubyggð 5 við Svínavatn í Grímsnesi. Sumarleiga orlofshúsa er frá föstudegi, kl 16:00 til föstudags kl 12:00, á tímabilinu 2. júní til 15. septembert 2023. Verð fyrir hverja viku er 34.000.
By Hleidar Gislason 23 Jan, 2023
Nú er hægt að nálgast rafræn félagsskírteini á Mínum síðum áheimasíðu STF . Það getur verið hentugt að hafa skírteinið í símanum ef félagsmenn aðildarfélaga STF vilja nýta sér þá afslætti sem í boði eru og fram koma á MÍNUM SÍÐUM. Það er bæði hægt að sækja skírteinið í gegnum tölvu og snjallsíma.
By Hleidar Gislason 24 Jul, 2022
Á fundi samstarfsnefndar STF og Sambands íslenskra sveitarfélaga 9. febrúar var samþykkt ný launatafla sem hækkar um 35.000 kr. og verður launatafla 6. Með launatöflu 6 sem gildir frá 1. janúar 2023 til 30. september 2023 hefur hagvaxtarauka í lífskjarasamningi skv. viðauka 3 með gildandi kjarasamningi aðila, sem koma átti til greiðslu 1. maí 2023, verið flýtt og að fullu efndur. Jafnframt eru samningsaðilar sammála um að með þessari hækkun og flýtingu komi ekki til frekara endurmats á hagvaxtarauka skv. kjarasamningi 2019 – 2022. Aðilar voru sammála um að tekið verði tillit til þeirra hækkana sem launatafla 6 inniheldur þegar gengið verður til nýrra kjarasamninga er gilda frá 1. október 2023. Athugið að launatafla 6 er afturvirk frá 1. janúar 2023 Launatafla 6.1 
Show More
Share by: